Aurum Giftingahringar
Við bjóðum uppá mikið úrval trúlofunar- og giftingarhringa. Einstök og tímalaus hönnun með lífstíðar viðgerðarþjónustu. Hringarnir okkar eru handgerðir og bjóðum við upp á að sérhanna drauma hringinn fyrir ástina þína. AURUM er umhverfisvænt fyrirtæki og notar einungis endurunna eðalmálma og ræktaða demanta (e. lab-grown diamonds). Við leggjum mikla áherslu á að veita persónulega þjónustu og bjóðum við viðskiptavinum okkar þann valmöguleika að bóka tíma í giftingar- og trúlofunarhringa ráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu. Þú getur bókað tíma með því að ýta hér.