Armbönd
Skartgripir Aurum eru innblásnir af náttúrunni – þar sem mjúk form, óregla og fínleg smáatriði skapa jafnvægi og hreyfingu.
Hver lína fangar einstaka tilfinningu og tengingu við umhverfið – og býður upp á skart sem er bæði tímalaust og persónulegt.
Stærðir armbanda:
Armböndin okkar fást í þremur stærðum – lítil, meðalstór og stór.
Lítil = 17,5 cm
Meðalstór = 18,5 cm
Stór = 19,5 cm
Hvernig mæli ég ummál úlnliðsins?
Mældu úlnliðinn í sentímetrum með því að vefja sveigjanlegri reglustiku eða málbandi lauslega í kringum hann. Ekki herða mælinguna of mikið.